Úr kulnun í kraft


Ertu í kulnun eða korter í kulnun?

Er alltaf brjálað að gera og þú nærð ekki yfir allt sem ,,þarf” að gera?

Það þarf ekki að vera þannig. Lífið er ekki endalaust verkefni og keyrsla. Við hjálpum þér að finna jafnvægi sem hentar þér því þú ert númer eitt!

Byrjaðu núna

Kostnaður

"Ég vildi deyja,
ég vildi ekki drepa mig en ég vildi ekki lifa svona lengur.
Ég var í kulnun"


Ég heiti Anna og þekki af eigin reynslu kulnun, þunglyndi og kvíða. Ég er með markþjálfunarréttindi frá Háskólanum í Reykjavík, NBI greiningu og Reiki, NLP (Neurolinguistic Programming), CBT (Cognitive Bahavioral Therapy eða HAM Hugræn Atferlismeðferð), Meðvirkni- , sambands og hamingju markþjálfun. Það eru tól sem kljást við erfiðleika í nútímanum og framtíðinni en svo býð ég upp á RTT (Rapid Transformational Therapy) meðferðardáleiðslu því ég vil fara í rót erfiðleikanna.

Líkamleg heilsa er jafn mikilvæg og andleg heilsa, svo ég starfa einnig sem einkaþjálfari og hóptímakennari (Zumba, Zumbini, Jallabina) hjá World Class, Kramhúsinu og Dans og Jóga. ​

Menntun og námskeið:
- ACC vottun International Coaching Federation 2023
DBT, Gestalt, Yin Yoga 2022
- Hot Yoga kennaranám og Bandvefslosun 2021
- Hamingju-, meðvirkni- og sambandsmarkþjálfun 
- Einkaþjálfaraskólinn 2020
- Absolute Training Kennaranám 2020
- Yoga Nidra Kennaranám 2020
- NLP, HAM (CBT) og RTT meðferðardáleiðsla 2020
- NBI, Reiki og Gong tónheilun 2019
- Markþjálfun frá HR 2018
- Dale Carnegie, Optimized Performance, Ég elska mig, meðvirkni og Mátt Athyglinnar námskeið. Er einnig virk í Hugarafli.

Algengar spurningar (FAQ)


Hvenær hefst námskeiðið og hvenær er því lokið? 

Námskeiðið hefst fyrsta hvers mánaðar og endar þegar þér hentar! Þetta er netnám og þú ræður ferðinni - þetta er þitt ferðalag. Njóttu þess.

Hversu lengi hef ég aðgang að námsgögnunum? 

Ætíð! Þegar þú ert búin að borga færðu aðgang að efninu og getur farið á þínum hraða. Námsgögnin verða ætíð þar.


Hvernig eru námskeiðin uppbyggð?

Við byrjum á því að kynna námskeiðið, leiðbeinandann og hvað kulnun er. Þar færðu einnig vinnubók sem þú getur unnið meðfram námskeiðinu.

Næst förum við í stundarskrá, orkusugur, mörk, segja nei, triggera og leiðir til að eiga betri samskipti og sambönd. Allt sem hjálpar í nútíð.

Við kíkjum svo aðeins í fortíðina, sögur sem við segjum okkur, innra barnið, fyrirgefningu, hugsanir og kvíða. Allt úr fortíð sem hefur áhrif á nútíðina.

Að lokum förum við svo í gleðina, kynnumst hamingjuhormónum, gleði- og þakklætislista og kulnunarverkfæri. Ljúkum á jákvæðni.


Fyrir hverja er námskeiðið?

Fyrir alla, en sérstaklega þá sem eru að tækla kulnun.

Fleiri spurningar?

Ert þú með spurningu? Sendu e-mail á [email protected]