Um námskeiðið
"Ég vildi deyja. Þetta var verra en nokkurt þunglyndiskast sem ég hef lent í. Ég var í kulnun."
Ég leitaði mér hjálpar og vá hvað ég lærði mikið á leiðinni.
Nú er ég á betri stað og vil deila því sem ég lærði.
Sérstaklega sem foreldri þá triggera börnin svakalega og sæll hvað svefnleysið reynir á.
Tengirðu við eftirfarandi?
- Líkamleg eða andleg þreyta -eða bæði
- Skömm sem foreldri, að þau séu ekki eins gott foreldri og áður fyrr.
- Líður eins og allt sé yfirþyrmandi og komin/n/ð með leið á foreldrahlutverkinu.
- Andlega fjarlæg börnunum sínum
Á námskeiðinu munum við fara yfir dagskránna okkar, orkusugurnar í okkar lífi, mörk, meðvirkni, fortíðina, fyrirgefninguna (að fyrirgefa okkur sjálfum) og svo yfir í hamingjuhormón, betri sambönd, betri samskipti, gleðilista og þakklæti. Að lokum deili ég verkfærum sem hafa hjálpað mér.
Ég hvet þig til að prufa og finna út hvað hentar þér.
Bati er á þína ábyrgð.
Prufaðu þig áfram og finndu þig og þínar leiðir.
Þetta er magnað ferðalag
Kulnun eru skilaboð!
Eitthvað í lífinu þínu er ekki að virka.
Tími til að skoða hvað þarf að breyta og bæta.
Ég óska þér alls hins besta og vona að þetta hjálpi þér á þinni vegferð
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að bjalla
[email protected]
kær kveðja,
Anna Claessen
ATH! Ég er markþjálfi....ekki sálfræðingur né læknir.
Ef þú ert með alvarleg einkenni, vinsamlegast leitaðu þér hjálpar.
0 comments